Ályktun miðstjórnar BHM í tengslum við undirritun stöðugleik
26.06.2009
Bandalag háskólamanna áréttar mikilvægi menntunar í framtíðaruppbyggingu
Miðstjórnarfundur Bandalags háskólamanna haldinn fimmtudaginn 25. júní 2009 lýsir fullum vilja til þess að taka þátt í því endurreisnarstarfi og samráði sem framundan er.
Því samþykkir fundurinn aðild að þeim stöðugleikasáttmála sem lagður hefur verið fram í trausti þess að allar atvinnugreinar taki virkan þátt.
Miðstjórn BHM áréttar að menntun er verðmætasta auðlind þjóðarinnar og hefur miklu hlutverki að gegna í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. Í áframhaldandi samstarfi og við gerð langtímaáætlana þarf að tryggja varanleg atvinnutækifæri fyrir háskólamenntað fólk.
Í þeim bráðaaðgerðum sem nú er unnið að þarf sérstaklega að huga að nýliðun háskólamenntaðra á vinnumarkaði þannig að verðmæt þekking fari ekki forgörðum. Einnig þarf að gæta þess að raska ekki því kynjajafnrétti í atvinnumálum sem áunnist hefur.