Ályktun frá Þroskahálp

Á Landsþingi Þroskahálpar 11 til 13 október s.l. var m.a. eftirfarandi ályktun samþykkt:

„Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu starfsmannamála í þjónustu við fólk með fötlun. Einsýnt er að vinna verður að því með öllum ráðum að til starfa fáist hæft og vel menntað fólk. Við gerð næstu kjarasamninga verði tryggt að það fólk sem heldur uppi velferðarþjónustunni fái sanngjarna leiðréttingu launa sinna þannig að velferðarkerfið sé samkeppnisfært um vinnuafl."