Ályktun frá stjórn BHM vegna viðræðna um stöðugleikasáttmála

 

Megináhersla BHM er að vernda störf og verja velferð og menntun.  BHM telur brýnt að bæta kjör þeirra sem verst standa og hvetur til þess að allra úrræða verði leitað til að ná því markmiði.  BHM telur umhugsunarefni hvort vænlegt sé að auka útgjöld ríkisins með launahækkunum sem óljóst er hvort komi launafólki til góða, m.a. í ljósi fyrirætlana um aukna skattheimtu á næstu mánuðum. 

BHM leggur áherslu á aðkomu að viðræðum um það með hvaða hætti félagsmenn komist sem best í gegnum þá erfiðleika sem yfir standa og framundan eru og mun því áfram taka þátt í viðræðum aðila vinnumarkaðar við stjórnvöld.