Ályktun.

Ályktun.

 

Trúnaðarmannaráð Þroskaþjálfafélags Ísland samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 29. febrúar 2008.

Í fréttum útvarps þann 28. febrúar kom fram að fjölskyldu fatlaðs barn væri hafnað um endurnýjum á samningi vegna stuðningsfjölskyldu. Í lögum um málefni fatlaðra nr. 59 frá 1992 er kveðið á um að:

“Fjölskyldur fatlaðra barna skulu eiga kost á þjónustu stuðningsfjölskyldna eftir  því sem þörf krefur. Dvöl fatlaðs einstaklings hjá stuðningsfjölskyldu skal bundin í samningi og miðast við ákveðið tímabil. Um þjónustu þessa fer samkvæmt  reglugerð.

Stuðningsfjölskyldur eru fyrir margar fjölskyldur fatlaðra barna ein forsenda þess að þau geti búið hjá foreldrum sínum. Ef þessi þjónusta raskast þá getur það kippt stoðum undan fjölskyldulífi þessara barna.

Þroskaþjálfafélag Íslands fordæmir það að stofnunum sem eiga að veita lögboðna þjónustu á borð við stuðningsfjölskyldur skuli ekki vera tryggt nægilegt fjármagn til að fullnægja skyldum sínum

Flutt af forsíðu