Aðstoðarverkstjórnandi NPA þjónustu
Ég er 38 ára karlmaður og er að leita að aðstoðarverkstjórnanda NPA þjónustu.
Ég þarfnast aðstoðar í daglegu lífi, bý í eigin íbúð og er með bíl til umráða. Ég er félagslyndur og hef áhuga á tónlist, leiklist, myndlist og ferðalögum.
Ég er í hlutastarfi hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands, í stjórn Átaks félags fólks með þroskahömlun, er í stjórn Listar án landamæra, er í Tjarnarleikhópnum og í tónlistarnámi.
Hlutverk aðstoðarverkstjórnanda er að aðstoða mig við að reka heimili og bíl, halda utan um starfsmannahópinn, skipuleggja aðstoðina, aðstoða mig í vinnu og við að vera virkur þátttakandi í þjóðfélaginu.
Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf í starfsmannahópi upp á 8-10 manns.
Vinnutími er mánudaga-fimmtudaga 8-16 og föstudaga 8-12.
Æskilegur aldur aðstoðarverkstjórnanda er 23-45 ár.
Laun eru greidd til samræmis við kjarasamning ÞÍ við Reykjavíkurborg.
Hæfniskröfur:
- Þroskaþjálfi með starfsleyfi frá Landlæknisembætti Íslands
- Ökuréttindi
- Góð íslenskukunnátta
- Umsækjandi þarf að hafa hreint sakavottorð
Umsóknarfrestur er til 25. ágúst.
Áhugasamir hafi samband við Gunnhildi Gísladóttur, í síma 842 4535 eða í tölvupósti: gungisladottir@gmail.com.