Aðför ASÍ og SA að lífeyriskjörum opinberra starfsmanna

Eftirfarandi frétt er tekin af www.bhm.is , Þroskaþjálfafélagið tekur heilshugar undir það sem þar stendur.  

BHM fordæmir þau vinnubrögð ASÍ og SA að gera skerðingu lífeyriskjara opinberra starfsmanna að kröfumáli í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.  BHM hefur tekið þátt í viðræðum um framtíðarskipan lífeyrismála í landinu á grundvelli þess að þegar áunnin réttindi verði ekki skert, heldur verði staðið að fullu við lífeyrisskuldbindingar og lífeyrisloforð af hálfu vinnuveitenda.  Þessi afstaða bandalagsins er öllum aðilum viðræðna um framtíðarskipun lífeyrismála ljós og því forkastanlegt að ASÍ og SA skuli leggja fram kröfur um skerðingu kjara.

 

Fulltrúar BSRB, BHM og KÍ gengu á fund forsætis- og fjármálaráðherra í dag og afhentu þeim bréf þar sem þessum áherslum er mótmælt. Þar kemur fram að félögin telja ekki þörf á að funda frekar um framtíðarskipan lífeyrismála, en vinnuhópur er í gangi þar um samkvæmt 9. grein stöðugleikasáttmálans, fyrr en minnisblaðið hefur formlega verið dregið til baka og þeim hugmyndum sem þar koma fram hefur verið hafnað. Þá kröfuðst félögin fullvissu frá ríkisstjórninni um að hún muni ekki standa fyrir skerðingu á núverandi réttindum.

Bréf BHM, BSRB og KÍ til forsætisráðherra og fjármálaráðherra.pdf

Minnisblað ASÍ og SA um stöðu lifeyrismála.pdf