Aðalfundur ÞÍ haldinn í dag.

Aðalfundur ÞÍ var haldinn í dag. Á dagskrá fundarins voru fastir liðir skv. dagskrá og má lesa um þau í aðalfundagögnum.Um eða yfir 60 manns mættu á fundinn og var salurinn nærri sprunginn. En málið bjargaðist með því að fá lánaða stóla hér og þar.

Formaður flutti skýrslu stjórnar og þar var komið víða við. En auk þess sem í skýrslunni stendur lagði formaður að þroskaþjálfum nú í kreppunni að standa vörð um kjarabundin réttindi sín og ekki láta þvinga sig til að slá af þeim í niðurskurði framundan. Og eins að félagið verður að standa sig vel í að minna stjórnmálamenn á að því hefur verið lofað að standa vörð um velferðarmál og þeirra sem minna mega sín í niðurskurðinum.

 

Eins og venja er kynntu nefndir og ráð því næst starf sitt síðasta árið.

Þá kom fram á fundinum að til stendur að stofna sjóð innan félagsins þar sem að óúthlutað fé úr B-hluta Vísindasjóðs ásamt framlagi  frá ÞÍ verður notaðað  til að stofna sjóð innan félagsins þar sem að þroskaþjálfar geta sótt um styrki til að vinna að rannsóknum og  verkefnum t.d. mastersverkefni.

Í síðustu kjarasamningum var vísindasjóðsgreiðslur frá ríkinu færðar inn í laun og sjóðurinn lagður niður hvað varðar þroskaþjálfa frá ríkinu. Því hafa þroskaþjálfar í dag takmarkaða möguleika til að sækja sér styrki til til rannsókna og vísinda starfa.  Miðað er við að þessi nýji sjóður komi að einhverjuleiti til móts við þá. Þroskaþjálfar hjá sveitarfélögum hafa áfram vísindasjóð. Miðað er við að stofnfé sjóðsins verði um 4 milljónir.

Annað sem kom fram á fundinum var að vegna góðrar stöðu félagssjóðs verður hægt að greiða lán sem tekið var úr Vinnudeilusjóð ÞÍ fyrir húsnæðiskaupum að fullu nú.

Kosninn var nýr varaformaður á fundinum þar sem að Þóroddur gaf ekki kost á sér til endurkjörs að þessu sinni. Nýr varaformaður ÞÍ er Sigríður Rut Hilmarsdóttir

Þóroddur var leystur út með gjöf og kæru þakklæti fyrir mikið og fornfúst starf um árabil.

Að loknum aðalfundi var boðið upp á veitingar. Og að þeim loknum var gengið upp í Hallgrímskirkju þar sem Birna Þórðardóttir tók á móti hópnum og fór með fólk í göngu um bæinn. Því miður komst síðurskrifari ekki í þá ferð. Því voru engar myndir teknar þar.

En hér á eftir má sjá svipmyndir af aðalfundi.

 

 

Kannski fleiri myndir síðar.