Aðalfundur félagsins verður mánudaginn 18. maí næstkomandi
ÞÍ boðar hér með til aðalfundar félagsins mánudaginn 18. maí næstkomandi kl. 16.30.
Í ljósi samkomutakmarkana verður fundurinn haldinn í fjarfundi. Því þurfa félagsmenn að skrá sig á fjarfundinn sjá hér.
Skráningu þarf að ljúka fyrir klukkan 15:00 þann 18. maí og í kjölfarið verður sent út fjarfundarboð með leiðbeiningum.
Aðalfundarstörf verða eftirfarandi:
- a) kosnir starfsmenn fundarins
- b) formaður leggur fram skýrslu stjórnar
- c) gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til afgreiðslu og gerir grein fyrir fjárhag þess
- d) lagabreytingar
- e) kosning í stjórn, nefndir og ráð
- f) kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara
- g) lögð fram fjárhagsáætlun næsta árs og félagsgjöld ákveðin
- h) önnur mál
Aðalfundargögn munu birtast hér, nú þegar er búið að senda í tölvupósti til félagsmanna tillögur kjörnefndar í ráð og nefndir og lagabreytingar.