Aðalfundur félagsins fór fram 16. maí s.l.
Á aðalfund félagsins var vel mætt, bæði í fjar- og staðfund. Hefðbundin aðalfundarstörf fóru fram og var m.a. framlögð lagabreytingartillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Nýútgefið tímarit Þroskaþjálfans var kynnt og er hægt að lesa það hér. Einnig kynnti siðanefnd breytingu á heimasíðu félagsins þar sem ein af siðareglunum yrði sett sérstaklega fram í hverjum mánuði. Fyrsta reglan varð fyrir valinu fyrir maí mánuð; Þroskaþjálfar standa vörð um réttindi og lífsskilyrði þeirra einstaklinga sem þeir starfa með.
Fundargerð aðalfundar verður birt á heimasíðunni hér eins og önnur aðalfundargögn.
Einn stjórnarmaður lauk störfum, Bjarnveig Magnúsdóttir og þakkar félagið henni kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Í stað hennar kemur Gerður Pálsdóttir. Stjórn ÞÍ þakkar sérstaklega öllum þeim þroskaþjálfum sem létu af störfum í ráðum og nefndum og boðar nýja velkomna til starfa.
Á myndinni eru starfsmenn aðalfundar ásamt formanni og fráfarandi gjaldkera ÞÍ