Að vera á einhverfurófinu - Skólinn og samfélagið

 

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins stendur fyrir ráðstefnu um einhverfu á menntavísindasviði Háskóla Íslands við Stakkahlíð,föstudaginn 10. október 2008.

 

Á ráðstefnunni verður fjallað um möguleika skóla án aðgreiningar til að mæta þörfum nemenda á einhverfurófi. Fjallað verður um hvaða þekking þarf að vera til staðar og hvaða úrræði eru nauðsynleg til þess að skólagangan verði árangursrík.

Rætt verður um viðhorf, möguleika, tækifæri og helstu hindranir. Einnig verður kynnt hvernig er unnið með nemendum með röskun á einhverurófi í ýmsum grunn- og framhaldsskólum á landvísu. Meðal annars verða kynntar aðferðir og leiðir sem hafa virkað vel og sýnd kennslugögn og annað sem tengist starfinu.

Ráðstefnan er ætluð stjórnendum skóla, grunn- og framhaldsskólakennurum, þroskaþjálfum, stuðningfulltrúum, ráðgjöfum sveitafélaga, foreldrum og öðrum sem hafa áhuga.

Sjá nánar um ráðstefnu

Skráning fer fram á www.greining.is