7. apríl vinnudagur á alþjóðlega heilbrigðisdeginum
Heilbrigðisþjónustan stendur frammi fyrir mörgum áskorunum á komandi misserum og tilgangurinn með vinnudeginum er að gefa öllu heilbrigðisstarfsfólki færi á að tjá skoðanir sínar á því sem framundan er. Til að tryggja megi góða heilbrigðisþjónustu á erfiðum tímum þurfa allar fagstéttir, jafnt sem heilbrigðisráðuneytið, að ganga í takt.
Dagskrá
15:00: Ávarp heilbrigðisráðherra
15:10: Fyrirlestur
15:40: Almennar umræður – hámark 3 mínútna ræðutími
16:20: Málstofur
- Handleggsbrot og mæðravernd: Forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni
- Hvernig á að forgangsraða í heilbrigðisþjónustunni?
- Bráðaþjónusta - fyrirbyggjandi þjónusta?
- Langtímaverkefni - skammtímaverkefni?
- Öryggi sjúklinga - oflæknigar?
- Kostnaður - árangur?
Málstofustjóri: Guðrún Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri í heilbrigðisráðuneyti
- Samráð og samstaða: Krafan um lýðræðisleg vinnubrögð
- Hvernig á að taka ákvarðanir í heilbrigðisþjónustunni?
- Hvernig er hægt að tryggja samráð þegar ákvarðanir eru teknar og við hverja er nauðsynlegt að hafa samráð?
Málstofustjóri: Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi
- Með verk fyrir hjarta: Samspil hins andlega og hins líkamlega
- Hvernig tekur heilbrigðisþjónustan á móti sjúklingunum, á það eftir að breytast?
- Er meðhöndlun alltaf rétta viðbragðið við komu til lækna?
- Hafa líkamleg einkenni af andlegum toga verið ofrannsökuð og ofmeðhöndluð?
Málstofustjóri: Andrés Magnússon, geðlæknir
- Gengur kapallinn upp? Heilbrigðisþjónusta á krepputímum
- Hvernig er hægt að tryggja góða heilbrigðisþjónustu á krepputímum?
- Hvaða áhrif hefur atvinnuleysi á heilbrigðisþjónustu?
- Hvað er hægt að gera til að heilbrigðisstarfsfólk flýi ekki land?
- Hvernig bregst starfsfólk við álagi?
- Uppbygging eða niðurbrot?
- Hvaða áhrif myndu uppsagnir í heilbrigðisþjónustunni hafa?
Málstofustjóri: Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
17:30: Samantekt
18:00: Vinnudagsslit og léttar veitingar
Samantekt: Guðrún Gunnarsdóttir
Fundarstýra: Halla Gunnarsdóttir
Vinnudagurinn er öllu heilbrigðisstarfsfólki opinn en nauðsynlegt er að skrá sig til þátttöku á eftirfarandi netfangi: gudrun.gunnarsdottir@hbr.stjr.is