Siðaregla mánaðarins

Siðareglur þroskaþjálfa eru viðmið sem þroskaþjálfar hafa  sameinast um og samræmist hugmyndafræði stéttarinnar um virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti sem og almennum siðferðisgildum.

Siðareglurnar eru leiðarvísir sem er mikilvægt að styðjast við þegar upp koma atvik sem þarfnast skoðunar en þær eru verkfæri fyrir þroskaþjálfa til að líta í eigin barm, ígrunda og til að efla sig í starfi.

Okkur í siðanefnd, eins og öðrum þroskaþjálfum, er annt um siðareglurnar okkar og í því skyni ætlum  við að vekja sérstaka athygli á einni siðareglu í hverjum mánuði og mun hún birtast á heimasíðu Þroskaþjálfafélagsins.  

Með þessu vill siðanefnd hvetja þroskaþjálfa til að kynna sér reglulega siðareglurnar og nýta sér þær við dagleg störf.