Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars - Örugg í vinnunni

Kynbundin og kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum

BHM, Alþýðusamband Íslands, BSRB, Kennarasamband Íslands, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð efna til hádegisverðarfundar þriðjudaginn 8. mars 2016 þar sem fjallað verður um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Erindi:

  • Kynbundin og kynferðisleg áreitni á vinnustað - Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB.
  • Kynbundið vald og vinnumarkaðurinn - Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
  • Er kynferðisleg áreitni óhjákvæmileg? - Finnborg Salome Steinþórsdóttir, doktorsnemi í kynjafræði við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands.

 

  • Fundarstjóri verður Laufey E. Gissurardóttir, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands.

Fundurinn er haldinn í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars. Boðið verður upp á hádegisverð og kostar hann 2.500 krónur.

 

Hvar og hvenær: Hvammur, Grand Hótel Reykjavík kl. 11.45 til 13.00 þriðjudaginn 8. mars.

Tengiliður: Brjánn Jónasson, kynningarfulltrúi BSRB, brjann@bsrb.is, sími  696-1305.